TUNGUMÁL TAUGAKERFISINS
4 vikna netnámskeið
hefst 28. janúar, skráningu lýkur 14. janúar

Taugakerfi hvers og eins er einstakt og gegnir lykilhlutverki í daglegum aðstæðum, þar með talið á vinnumarkaði. Námskeiðið veitir innsýn í hvernig taugakerfið hefur áhrif á allar upplifanir og stýrir viðbrögðum. Þátttakendur læra tungumál síns eigin taugakerfis og fá verkfæri til að efla velsæld, jafnvægi og seiglu í daglegu lífi og starfi.

Með því að vingast við taugakerfið og kynnast því öðlast þátttakendur skilning á eigin framkvæmdarfærni og þróa bjargráð til að skapa og viðhalda jafnvægi sem bætir lífsgæði. Þessi vinsemd gagnvart taugakerfinu hefur víðtæk áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu og getur styrkt getuna til að mæta kröfum vinnu og daglegs lífs.

Á námskeiðinu fá öll einstaklingsmiðaðan stuðning við að:

– Læra um meginatriði taugakerfisins. Áhrif þess á skynjun, hugsanir, tilfinningar og hegðun, sem eru mikilvæg fyrir vinnuumhverfi.

– Kortleggja eigin taugakerfi og færni til að beita ólíkum aðferðum við að taka reglulega stöðuna á því.

– Skilja hvernig hægt sé að koma til móts við eigin skynfærin til þess að auka seiglu taugakerfisins. 

– Að innleiða fjölbreyttar og hagnýtar æfingar og aðferðir í daglegt líf sem hjálpa við skynjöfnun (e. regulate) taugakerfisins, t.d. öndunaræfingar, hreyfing, slökun, skipulagsverkfæri og fleira.

– Byggja upp venjur sem stuðla að heilbrigði og seiglu í daglegu lífi.

Uppsetning námskeiðs:

– Einstaklingsviðtal fyrir og eftir námskeiðið til að setja markmið og stuðla að yfirfærslu í vinnu og daglegt líf (staðar- og fjarviðtöl).

– Vikuleg fræðsla á Zoom í 4 vikur með heimaverkefnum til sjálfseflingar.

– Vikulegir fundir á Zoom í 4 vikur fyrir umræður, spurningar og hagnýtar leiðbeiningar.

– Spjallsvæði fyrir stuðning á milli tíma.

– Aðgangur að skynjafnandi (e. regulating) verkfærakistu á lokuðu vefsvæði.


Námskeiðið er fyrir þau sem vilja auka sjálfsskilning og bæta eigin lífsgæði og vinnufærni með aðferðum sem virka. Með auknum skilningi á taugakerfinu er mögulegt að mæta daglegu lífi og starfi af meiri ró og jafnvægi

Verð 84.000
*athugaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi

Bókaðu þitt pláss með að senda póst á alda@aldapals.com