Umsagnir
,,Taugakerfið hefur í mínum huga verið hlaðið mystík en Alda útskýrði uppbyggingu þess og virkni á svo greinagóðan hátt að ég hef öðlast mun betri skilning á sjálfri mér og hinum ósjálfráðu ferlum sem eiga sér stað hið innra. Þetta er dýrmæt þekking sem ætti að mínu mati að vera mun útbreiddari innan samfélagsins.”
,, Þau fræði og þær aðferðir sem Alda hefur fram að færa. Aukinn skilningur á eigin líkama hefur veitt mér mikilvæg verkfæri til að takast á við áskoranir af ýmsum toga en líka tækifæri til þess að vaxa og þroskast, rækta tengsl og auka vellíðan frá degi til dags. Nú hlakka ég bara til að fræðast enn frekar og innleiða ró og stöðugleika í eigin líf.”
TUNGUMÁL TAUGAKERFISINS
4 vikna netnámskeið
hefst 28. janúar, skráningu lýkur 14. janúar
Taugakerfi hvers og eins er einstakt og gegnir lykilhlutverki í daglegum aðstæðum, þar með talið á vinnumarkaði. Námskeiðið veitir innsýn í hvernig taugakerfið hefur áhrif á allar upplifanir og stýrir viðbrögðum. Þátttakendur læra tungumál síns eigin taugakerfis og fá verkfæri til að efla velsæld, jafnvægi og seiglu í daglegu lífi og starfi.
Með því að vingast við taugakerfið og kynnast því öðlast þátttakendur skilning á eigin framkvæmdarfærni og þróa bjargráð til að skapa og viðhalda jafnvægi sem bætir lífsgæði. Þessi vinsemd gagnvart taugakerfinu hefur víðtæk áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu og getur styrkt getuna til að mæta kröfum vinnu og daglegs lífs.
Á námskeiðinu fá öll einstaklingsmiðaðan stuðning við að:
– Læra um meginatriði taugakerfisins. Áhrif þess á skynjun, hugsanir, tilfinningar og hegðun, sem eru mikilvæg fyrir vinnuumhverfi.
– Kortleggja eigin taugakerfi og færni til að beita ólíkum aðferðum við að taka reglulega stöðuna á því.
– Skilja hvernig hægt sé að koma til móts við eigin skynfærin til þess að auka seiglu taugakerfisins.
– Að innleiða fjölbreyttar og hagnýtar æfingar og aðferðir í daglegt líf sem hjálpa við skynjöfnun (e. regulate) taugakerfisins, t.d. öndunaræfingar, hreyfing, slökun, skipulagsverkfæri og fleira.
– Byggja upp venjur sem stuðla að heilbrigði og seiglu í daglegu lífi.
Uppsetning námskeiðs:
– Einstaklingsviðtal fyrir og eftir námskeiðið til að setja markmið og stuðla að yfirfærslu í vinnu og daglegt líf (staðar- og fjarviðtöl).
– Vikuleg fræðsla á Zoom í 4 vikur með heimaverkefnum til sjálfseflingar.
– Vikulegir fundir á Zoom í 4 vikur fyrir umræður, spurningar og hagnýtar leiðbeiningar.
– Spjallsvæði fyrir stuðning á milli tíma.
– Aðgangur að skynjafnandi (e. regulating) verkfærakistu á lokuðu vefsvæði.
Námskeiðið er fyrir þau sem vilja auka sjálfsskilning og bæta eigin lífsgæði og vinnufærni með aðferðum sem virka. Með auknum skilningi á taugakerfinu er mögulegt að mæta daglegu lífi og starfi af meiri ró og jafnvægi
Verð 84.000
*athugaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi
Bókaðu þitt pláss með að senda póst á alda@aldapals.com