Náttúrumeðferðarnámskeið fyrir konur
Námskeið hefjast í ágúst og október. Tryggðu þitt pláss með því að skrá þig fyrir 12. ágúst og 1. október.
Hentar konum á öllum aldri sem eru að glíma við streitu og vilja efla seiglu taugakerfisins með aðstoð náttúrunnar til að ráða betur við verkefni daglegs lífs.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skoða flæði lífsins út frá
hugmyndafræði iðjuþjálfunar og náttúrumeðferðar
Um námskeiðið:
Hver tími samanstendur af fræðslu, æfingum fyrir taugakerfið, einstaklings- og hópverkefnum í náttúru og ígrundun.
Tímarnir fara fram í náttúru í nærumhverfi Höfuðborgarsvæðis mánudaga og miðvikudaga kl: 13:00-15:30 í þrjár vikur.
Einstaklingsviðtöl fara fram fyrir og eftir námskeiðið í Grænuhlíð Fjölskyldumiðstöð.