Val og Vöxtur

Valdeflandi námskeið fyrir þátttakendur í starfsendurhæfingu

Val og Vöxtur er einstaklingsmiðað og valdeflandi 6 vikna námskeið sem styður þátttakendur í að auka vellíðan, seiglu og getu til að takast á við daglegt líf og vinnutengd verkefni. Áhersla er lögð á að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.


Áherslur námskeiðsins

Skilningur á taugakerfinu og hvernig það mótar líðan, hugsanir og hegðun

Innsýn í eigin skynúrvinnslu og umhverfisþætti sem styðja eða valda álagi

Kortlagning á daglegum venjum, hlutverkum og mynstrum sem hafa áhrif á heilsu og virkni

Ígrundun á eigin gildum og hvort daglegt líf endurspegli það sem skiptir raunverulega máli

Þróun á færni til að stilla sig af, hlúa að sér og skapa jafnvægi

Stuðningur við að aðlaga dagsskipulag og umhverfi að eigin þörfum og getu

Að yfirfæra þekkingu til aukinnar þátttöku í atvinnulífi eða öðru sem skiptir máli


Markmið námskeiðsins:

Að efla getu til að greina eigin þarfir, takast á við álag og hlúa að taugakerfinu

Að þróa vanamynstur sem styðja við vellíðan og getu til að takast á við daglegt líf

Að styrkja trú á eigin áhrifamátt og skýra næstu skref í átt að virkni

Að skapa jafnvægi milli innri gilda og ytri aðstæðna – og læra að lifa í takt við eigin þarfir

Djúpslökun í vikulok

Föstudagana 29. nóv – 20. des
Frá klukkan 10:45-11:45
Grænahlíð Fjölskyldumiðstöð

Gefðu þér rými til að gefa eftir, upplifa ró og tengjast líkamanum. Þetta námskeið er fyrir þau sem vilja núllstilla sig eftir vikuna og finna jafnvægi.

Við hreyfum líkamann, mjúklega og á meðvitaðan hátt, losum bandvef, hlúum að hryggnum og greiðum leiðina fyrir andardráttinn.
Þú upplifir djúpa slökun með “restorative yoga” þar sem púðar, teppi og þyngingar eru nýtt til að skapa næga ró í líkamanum til þess að hann geti gefið eftir og bráðnað.
Kristallsskálar fylgja ferðinni og dýpka upplifunina enn frekar, svo þú fáir fulla endurheimt.

Verð: 16.000 kr fyrir fjögur skipti eða 5.000 kr fyrir stakt skipti.
ATH: Takmarkaður fjöldi í boði – tryggðu þér pláss!

Skráning fer fram á alda@aldapals.com

Náttúrumeðferðarnámskeið fyrir konur 
Þriggja vikna námskeið í náttúru höfuðborgarsvæðisins. Einstaklingsviðtöl eru í upphafi og í lok námskeiðs til að setja markmið og vinna að yfirfærslu í hversdagsleikann.

Hentar konum á öllum aldri sem eru að glíma við streitu og vilja efla seiglu taugakerfisins með aðstoð náttúrunnar til að ráða betur við verkefni daglegs lífs. 

Um námskeiðið:
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að finna jafnvægi í fjölbreyttum viðfangsefnum nútímans frá hugmyndafræði iðjuþjálfunar og náttúrumeðferðar

Hver tími samanstendur af fræðslu, æfingum fyrir taugakerfið, einstaklings- og hópverkefnum í náttúru og ígrundun.

Leiðbeinendur eru Alda Pálsdóttir og Harpar Ýr Karínardóttir, iðjuþjálfar og sérfræðingar í náttúrumeðferð

Næstu námskeið hefjast í ágúst 2025



AugnablikHugur og handverk

Við komum saman og eigum notalega, skapandi stund þar sem við lærum að búa til dagbók frá grunni. Samhliða því að læra um ósjálfráða taugakerfið og hvernig það hefur áhrif á líðan okkar og hegðun. Það eru ýmsar leiðir til að vinna með taugakerfið en hér fáum við yfirsýn yfir hagnýt verkfæri og beinum sjónum sérstaklega að því hvernig við getum styrkt taugakerfið í daglegu lífi með notkun bókarinnar.

Boðið verður upp á súpu og brauð auk heitra drykkja og kruðerís.
Einnig færð þú með þér heim bókbandsnál og þráð svo þú getir haldið áfram að búa til eigin bækur og vingast við taugakerfið.

Leiðbeinendur vinnustofurnar eru Alda og Elinborg.

Næsta vinnustofa verður í september 2025


Taugakerfið 101

Í þessu erindi skoðum við hvernig streita hefur áhrif á daglegt líf og hvernig við getum hjálpað taugakerfinu okkar að finna ró og jafnvægi. Byggt á Flökkutaugakenningunni og með fullt af einföldum, hagnýtum ráðum lærum við að finna leiðir til að róa hugann og líkamann í amstri dagsins. Þú færð að prófa verkfæri sem auðvelt er að nota og sem hjálpa þér að stilla þig rétt þegar lífið fer á yfirsnúning!

Fyrir hverja? Erindið er fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á streitu og slökun og læra hagnýtar leiðir til að vinna með eigin líðan. Það hentar sérstaklega vel fyrir starfshópa sem vilja nýta þessar aðferðir í vinnu eða persónulegu lífi.

Leiðbeinandi er Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari

Nánari upplýsingar á alda@aldapals.com



Að efla færni með áfalla- og tengslamiðari nálgun

Vinnustofa fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum eða þá sem vilja dýpka þekkingu sína á tengslamyndun og áhrifum áfalla á færni í daglegu lífi. Vinnustofan hentar sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og stuðningsfulltrúum í leik- og grunnskólum.

Á vinnustofunni verður farið í undirstöðuatriði ósjálfráða taugakerfisins með áherslu á Flökkutaugakenninguna. Þátttakendur öðlast innsýn í hvernig taugakerfið hefur áhrif á skynjun, hugsun, líðan og hegðun í daglegu lífi. Kynnt verða fjölbreytt verkfæri og bjargráð, og þátttakendur fá tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig þau hafa áhrif á viðbrögð taugakerfisins. Þessi nálgun hjálpar þátttakendum að skapa kjöraðstæður fyrir börn og ungmenni til að nýta styrkleika sína og efla færni í leik og starfi.

Leiðbeinendur vinnustofurnar eru Alda Pálsdóttir og Harpa Ýr Karínardóttir, iðjuþjálfar.

Nánari upplýsingar veita alda@aldapals.com eða harpayr@idja.is