HÆ KÖNNUÐUR

Ef þú vilt fjárfesta í þér get ég stutt þig í að skapa þér líf velsældar með forvitni um hvernig þú hefur mótast af fyrri upplifunum og reynslu. Ég vinn á líkamsmiðaðan hátt sem þýðir að ég tek mið af hvernig ósjálfráða taugakerfið og skynkerfin hafa áhrif á lífsgæði þín í dag og hvernig þú getur nú vingast við líkamann til að skapa þér líf á eigin forsendum. Saman sérsníðum hjálpleg bjargráð og vana fyrir þig út frá hugmyndafræði iðjuþjálfunar, náttúrumeðferðar og jóga/taóisma.
Sendu mér línu á alda@aldapals.com ef þú vilt bóka tíma

IÐJUÞJÁLFUN

Fyrir einstaklinga, börn og fjölskyldur

Ég starfa á líkamsmiðaðan hátt þar sem áhersla er lögð á að vingast við taugakerfið. Við forvitnumst um vanamynstur, hvaðan þú ert að koma og hvers vegna þú gerir það sem þú gerir.

Saman ákvörðum við svo áherslur í meðferðinni. Dæmi um það sem við getum unnið með :
-Hlutverk og jafnvægi daglegs lífs
-Kortlagning taugakerfisins og skynkerfanna
-Skynjöfnunarmeðferð (sensory regulation therapy)
-Andadrátturinn, líkamsbeyting, hreyfing, slökun, tónbað og grounding
-Dagskipulag, vanamynstur og iðkun
-Stefnuskýring, forgangsröðun og markmiðasetning
-Skipulag, yfirsýn og skriftir.

Fyrsti tíminn fer alltaf í að kynnast þér betur og finna hvaða áherslur munu henta þér í þjónustunni

Learn more

SNERTING

Neuro affective touch, líffæranudd og búddíst nudd

Leið til að auka tengsl við líkamann og innsæið. Snerting er áhrifamikið verkfæri til að losa um streitu, vinna með meltingarvandamál og styrkja tengsl við taugakerfið.

Í Chi Nei Tsang / líffæranuddi er áhersla á losun spennu og hnúta í vöðvum og líffærum, þetta er ævaforn kínversk lækningaaðferð sem eykur orkuflæði til líffæranna þannig að þau geti unnið á skilvirkari hátt og stuðlar að heilbrigði þeirra. Líffæranudd styður við heilbrigði allra líffærakerfa líkamans og er sérstaklega gagnlegt til að koma á og viðhalda heilbrigðu öndunarmynstri og vinna með streitu sem situr í líkamanum.

Learn more

NÁTTÚRUMEÐFERÐ

Náttúran sem meðferðaraðili

Meðferðarform sem byggir á reynslunámi og byggir á að vinna með náttúrunni til að skapa rými í taugakerfinu til að yfirstíga hindranir sem við stöndum frami fyrir. Náttúrumeðferð er leið til að kynnast þér á nýjan hátti með stuðningi náttúrunnar.
Þetta er sannreynd aðferð til að ná árangri til bættra lífsgæða með fólki á öllum æviskeiðum.

Learn more