Til að þrífast og vaxa

Ég trúi því að við eigum öll skilið að þrífast, ekki bara komast af. Áskoranir á lífsleiðinni eru óhjákvæmilegar en þær geta valdið óhóflegri streitu sem situr í taugakerfinu okkar og veldur því að við fjarlægjumst okkur sjálf og líkamann okkar. Markmið mitt er að leiða þig í ferðalag þar sem þú kynnist þér betur í gegnum líkamann þinn. Með forvitni um eigin vanamynstur og skilning á taugakerfinu getur þú tengst eigin líkama og lífi á þýðingarmikinn hátt.

Ég hef sérhæft mig í líkamsmiðaðri nálgun og nýti fjölbreyttan bakgrunn í iðjuþjálfun, náttúrumeðferð, jógakennslu og taóísku nuddi. Með því að samþætta daglega vana, hreyfingu, núvitund, virkjun skynfæra og ígrundun, hjálpa ég þér að styrkja tengsl milli líkama og huga. Þessi heildræna nálgun miðar að því að auka velsæld þína, seiglu og auðga samskipti í daglegu lífi.

Kynntu þér hvernig ég get stutt þig í þinni vegferð heim í tengingu.

NÝJUSTU PISTLAR

Hver er ég?

Ég heiti Alda og er að norðan. Ég lærður iðjuþjálfi með sjálfstætt leyfi Landlæknis og hef sérhæft mig í náttúrumeðferð, áföllum, tengslum og taugakerfinu. Ég hef alla tíð sótt styrk í náttúruna og lært um shamanisma til að dýpka þá þekkingu. Ég hef mikla trú á heilunarmætti hreyfingar, andadrátts, snertingar og virkjun raddarinnar.

Ég verið með hreyfitíma sem jógakennari frá 2017 en ég hef bakgrunn í bardagaíþróttum, Iyengar jóga, Fighting Monkey og er heilluð af því hvernig við getum nýtt hreyfingu til að eldast með reisn, auka seiglu í taugakerfinu og kynnast bæði okkur sjálfum og öðrum betur.

Í seinni tíð hef ég farið dýpra í hvernig megi losa spennu í kroppnum í gegnum snertingu eins og Chi Nei Tsang (taóískt líffæranudd), Búddískt nudd og Neuroaffective Touch.

En fyrst og síðast er ég móðir og það hlutverk knýr mig áfram til að halda áfram að vaxa, til að halda betur utan um sjálfa mig og vera öruggari leiðtogi. Til að vera aðeins betri útgáfa af mér á hverjum degi, fyrir mig og fyrir hana.

 

Skráðu þig á póstlista til að fá hugvekjubréf um leiðir heim í tengingu,
fá fréttir um tilboð og um hvað er á döfinni.

UMSAGNIR

“Akkúrat blandan sem ég þurfti. Einföld og skýr sýn á það sem laga þarf og farið í það. Sett myndrænt upp sem hjálpaði mikið. Losað um streitu í líkamanum (sem var dýpri en ég hélt) og ég var kynntur fyrir einföldum og fljótlegum æfingum sem taka stuttan tíma en virka mjög vel. Grunaði ekki að lausnin væri svona einföld. Ég þurfti bara að framkvæma einfalda hluti. Þar sem ég fann strax, öryggi, hlýju, vinsemd, traust og einlægni í þjónustunni, varð eitthvað svo sjálfsagt og einfaldara en oft áður og gera þetta af heilum hug. Mæli hiklaust með þjónustunni hjá Öldu.”

Skjólstæðingur
1:1 – Iðjuþjálfun

“Ég upplifði strax meira innra jafnvægi eftir vinnustofunni, svaf vel og vaknaði úthvíld og með góða orku inn í daginn. Náði að vera meðvituð um þegar taugakerfið var aftur “á leiðinni” inn í sympatíska hlutann og gat nýtt mér leiðir sem Alda kenndi okkur í vinnustofunni. Allt fræðilega og praktíska efnið skilaði sér vel og skiljanlegt til mín.”

Skjólstæðingur
Vinnustofa

“Ég fékk á tilfinninguna að allt sem Alda gerir sê gert með ástríðu og ásetningi, einlægur vilji hennar til að gera allt í sínu valdi til að aðstoða, styðja og létta á þeim kvillum sem hröktu mig til hennar var augljós. Eftir marga ára stóðkerfis erfiðleika og endalausar, stöðugar tilraunir til að finna lausnir à þeim fêkk ég loksins von. Strax eftir fyrsta tíma fékk ég slökun, værð og fylltist bjartsýni um að það væri hægt að yfirstíga vandamál mín. Takk Alda.”

Skjólstæðingur
1:1 – Líkamsvinna