Rótfesti
Litlu skrefin sem móta leiðina
Við lifum á tímum þar sem við söfnum þekkingu hraðar en við náum að tileinka okkur hana.
Bækur, námskeið, reels, hugmyndir… við erum oft að drukkna í upplýsingum en skortir rýmið til að innleiða það sem skiptir máli.
Rótfesti er svarið við þessu bili milli að vita og að lifa.
Hér færðu að hægja á, staldra við og festa þekkinguna þína inn í raunverulegar venjur, lífsstíl og daglegt líf.
Flæðibókin – fyrir hið ómeðvitaða, sem vill verða sýnilegt
Ég hvet þig til að nýta þér flæðibók (bullet journal) sem styður þig í að fylgjast með mynstrum, hegðun, spennu og smáum breytingum sem þú annars myndir ekki taka eftir.
Hún er öflugt verkfæri því hún hjálpar þér að:
- sjá hvað er í raun að gerast milli funda
- gera hið ómeðvitaða sýnilegra
- taka eftir litlum skilaboðum sem taugakerfið sendir
- festa það sem skiptir þig máli í sessi
Það er ekki þekkingin sem breytir lífi okkar, heldur innleiðingin, endurtekningin og meðvitundin sem fylgir litlum daglegum skrefum.
Rótfesti er rými fyrir þessa lífsins vinnu, á þínum forsendum.
Þú getu sótt um hér


Yfirsýn / Innsýn
Skipulag sem hentar þér
Yfirsýn / Innsýn er stutt og aðgengilegt netnámskeið fyrir fólk sem vill skapa meiri skýrleika, mýkt og flæði í daglegu lífi.
Á námskeiðinu skoðum við hvernig það sem við gerum, og hvernig við gerum það, hefur áhrif á orku, líðan og ákvarðanir.
Með yfirsýn lærum við að stíga út úr álagi augnabliksins og sjá heildarmyndina.
Með innsýn lærum við að skilja hvernig lífið hefur áhrif á okkur að innan.
Þegar þetta vinnur saman, skapast raunverulegt val.
Námskeiðið hentar vel sem:
-eða fyrsta skref fyrir þau sem vilja byrja mjúklega
-sjálfstætt námskeið
-inngangur inn í dýpri vinnu
Yfirsýn til að muna. Innsýn til að velja.
Námskeiðinu fylgir lokaður stuðningshópur.
Verð: 76.400 ISK.
Umsögn:
,, Þau fræði og þær aðferðir sem Alda hefur fram að færa. Aukinn skilningur á eigin líkama hefur veitt mér mikilvæg verkfæri til að takast á við áskoranir af ýmsum toga en líka tækifæri til þess að vaxa og þroskast, rækta tengsl og auka vellíðan frá degi til dags. Nú hlakka ég bara til að fræðast enn frekar og innleiða ró og stöðugleika í eigin líf.”
*athugaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi