Yfirsýn / Innsýn – Skipulag sem hentar þér

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vilja upplifa sig betur við stjórn í eigin lífi með auknu skipulagi. Þá er sérstök áhersla á notkun dagbókarforms flæðibóka* sem og stafrænum skipulagsverkfærum, og þannig auka velíðan og afköst. Lagt er upp með að nýta skipulag til að ná markmiðum þínum og efla trú á eigin áhrifamátt.

Á námskeiðinu lærir þú:

Leiðir til að öðlast YFIRSÝN yfir dagleg verkefni
-Efla tímastjórnun
-Skipuleggja og forgangsraða út frá eigin þörfum og orku
-Þróa skipulag sem styður við aðlögunarhæfni og sveigjanleika í daglegu lífi
-Sjá fyrir og bregðast við álagspunktum og stuðla að jafnvægi í daglegu lífi

Leiðir til að öðlast INNSÝN
-þú kynnist eigin vanamynstur og hvernig þau hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan.
-Kynnast eigin taugakerfi, leiðum til að draga úr streitu og bæta orkustjórnun.
-Nota ígrundun og sjálfsmat til að sjá hvað styður og hvað krefst aðlögunar
-Þróa meðvitund sem leiðir til raunhæfra breytinga á daglegum venjum

*Flæðibækur eru tómar punktaðar bækur, líkt og bullet journal. Þar sem eiganda bókarinnar gefst tækifæri á að setja hana upp eftir sínum þörfum hverju sinni.

Í upphafi námskeiðs er einstaklingsviðtal þar sem farið er yfir hvað þátttakandi vill leggja áherslu á til að námskeiðið styðji við markmið í starfsendurhæfingu sem allra best. Að námskeiði loknu er eftirfylgdarviðtal til að styðja við yfirfærslu í daglegt líf.
*https://ljosabladid2023.ljosid.is/ad-vingast-vid-taugakerfid-med-dagbok

Námskeiðið er kennt á þriðjudögum frá 10-12 á zoom.
Þetta námskeið eru fjögur skipti á netinu þar sem komið er saman í tvær klst í senn.
Námskeiðinu fylgir lokaður whatsapp stuðningshópur.

Verð: 76.400 ISK.

*athugaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi

Senda póst á alda@aldapals.com til að fá nánari upplýsingar eða til að tryggja þitt pláss.