Val og vöxtur
Að efla sjálfsþekkingu og seiglu

6 vikna netnámskeið
hefst 11. mars, skráningu lýkur 1.mars

Val og vöxtur er valdeflandi og einstaklingsmiðað námskeið sem hjálpar þátttakendum að auka vellíðan, seiglu og getu til að takast á við daglegar áskoranir og efla færni við vinnutengd verkefni. Á námskeiðinu er lögð sérstök  áhersla á að viðhalda jafnvægi milli vinnu og daglegs lífs.

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur dýpri skilning á eigin venjum, streituvöldum og læra að þróa gagnlegri vanamynstur. Þátttakendur fá tækifæri til að tileinka sér skipulagsverkfæri og ígrundun til að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi og læra að aðlaga vinnuumhverfi og dagleg verkefni til að efla færni og auka trú á eigin áhrifamátt.

Kenndar verða hagnýtar aðferðir sem styðja við taugakerfið og vellíðan í daglegu lífi. Með markvissum stuðningi og fjölbreyttum verkfærum fá þátttakendur tækifæri til að taka frekari stjórn á eigin lífi, byggja upp seiglu og bæta lífsgæði.

Markmið námskeiðsins

Þátttakendur munu læra að finna skipulag sem hentar þeim og tileinka sér endurskoðun á eigin venjum og dagsskipulagi. Markmiði námskeiðsins er að:

-Að læra að nýta verkfæri til að skýra stefnu og setja markmið til að stuðla að persónulegum vexti og vellíðan.

-Styðja þátttakendur í að greina eigin styrkleika, hlutverk, gildi, venjur, áhuga og þörf fyrir jafnvægi.

-Auka skilning á áhrifum daglegra venja á líðan og þróa leiðir til að taka stjórn á eigin lífi.

-Kenna aðferðir til að draga úr streitu, efla sjálfstraust og styðja taugakerfið með orkusparandi aðferðum.

-Þróa færni til að aðlaga vinnuumhverfi og daglegt líf að eigin þörfum og áherslum.

Uppsetning námskeiðs:

Lengd: 6 vikur, tvisvar í viku (þriðjudaga og föstudaga) frá kl. 10:00–12:00.

Þriðjudagar: Fræðslutímar með verkefnum.

Fimmtudagar: Umræður, skynjafnandi æfingar sem og stuðningur við að innleiða nýja vana í daglegt líf.

Einstaklingsviðtöl: Í upphafi og lok námskeiðs til að setja persónuleg markmið, meta árangur og styðja við yfirfærslu.

Aðgangur: Lokað spjallsvæði og verkfærakista með skynjafnandi verkfærum.

Staðsetning: Á netinu, með val um einstaklingsviðtöl í persónu eða á netinu.

Verð: 118.000 ISK.


*athugaðu niðurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagi

Senda póst á alda@aldapals.com til að fá nánari upplýsingar eða til að tryggja þitt pláss.