Einstaklingsmiðað og valdeflandi námskeið sem styður þátttakendur í að byggja upp seiglu, sjálfsþekkingu og vellíðan – með það að markmiði að mæta daglegu lífi og vinnutengdum verkefnum með meiri skýrleika, styrk og tengingu við sjálfan sig.
Við vinnum með líkamsvitund, ígrundun og hagnýt verkfæri til að skapa jafnvægi á milli vinnu og einkalífs – og efla getu til að taka þátt í lífi sem endurspeglar þín gildi, þína orku og þína framtíðarsýn.
Þú færð tækifæri til að
-Kynnast taugakerfinu þínu og hvernig það mótar líðan, hegðun og orku
-Skilja þína eigin skynúrvinnslu og hvaða umhverfisþættir styðja eða tæra þig
-Kortleggja daglega iðju, hlutverk og venjumynstur sem hafa áhrif á innri neistann
-Ígrunda þín gildi og hvort lífið eins og það er í dag endurspegli það sem skiptir þig máli
-Þróa raunhæfa og persónulega sýn á jafnvægi í lífi og vinnu
-Byggja upp sjálfstraust og trú á eigin getu með öflugum sjálfsræktarverkfærum
-Stíga skref inn í virkni – hvort sem það er vinna, nám eða þátttaka í því sem nærir þig
Námskeiðið byggir á
-Iðjuþjálfun og hugmyndafræði MOHO líkansins
-Taugavísindum
-Skynúrvinnslu og tengslum við umhverfið
-Líkamsvitund, hreyfingu og ígrundun