Með augum taugakerfisins eru Blik (e. Glimmers) augnablik tengingar við okkur sjálf, aðra eða umhverfið. Þessi augnablik af vellíðan, gleði og öryggi birtast okkur oft án þess að við veitum þeim sérstaka athygli. En með örlitlum áherslumun á því hvernig við nýtum athyglina, getum við byrjað að taka betur eftir þeim og byggt upp seiglu í daglegu lífi.

Eins og þú kannski veist er ósjálfráða taugakerfið okkar eins konar gagnagrunnur sem geymir allar upplifanir okkar, allt frá tíma okkar í móðurkviði, upplýsingar hvernig við komumst af sem dýrategund og meira að segja óunnin áföll forfeðra okkar.

Með þetta í huga er mikilvægt að átta sig á því að við höfum ekki alltaf verið efst í fæðukeðjunni. Við vorum oft í hættu á að verða bráð og þurftum því að vera vakandi fyrir mögulegri hættu – því sem ekki var öruggt. Að taka eftir neikvæðum aðstæðum og hættum hefur því verið vel þjálfaður “vöðvi.” Nú er kominn tími til að þjálfa hinn “vöðvann” – þann sem tekur eftir hinu góða og leyfir okkur að njóta þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða.

AÐ BYGGJA UPP ÞOL FYRIR ÞVÍ GÓÐA


Hér deili ég hvernig þú getur nýtt þessa aðferð, sem Deb Dana hefur þróað, í daglegu lífi til að styrkja færnina til að taka eftir því góða. Blik iðkun er áhrifarík leið til að efla innri frið og tilfinningalega seiglu og er auðvelt að innleiða í daglegt líf. 

Blik eru andstæða kveikja (e. triggers) sem virkja varnir taugakerfisins – þau senda boð um öryggi og hjálpa okkur að skynjafna (e. regulate) taugakerfið okkar. Að þekkja og æfa bjargráð til skynjöfunar er grunnurinn að heilun og vellíðan, að við lærum að njóta þess góða sem lífið býður upp á, upplifa von og sýna hugrekki – og vera óafsanlega við sjálf !

Með því að innleiða þessa venju í daglegt líf munt þú þróa með þér hæfni til að veita því góða í lífinu meiri athygli og styrkja taugakerfið í átt að auknu jafnvægi og vellíðan.

Blikandi kveðja
Alda

Comments are closed.