Skoðum umbreytandi kraft sjáfsvinsemdar og hvernig hún getur þjónað sem leiðarljós á ferðalagi okkar að aukinni sjálfsþekkingu. Því meira sem við lítum inn á við, því mikilvægara er að við ræktum vinsemd í eigin garð.

Í hröðum heimi, fylltum margslungnum kröfum og væntingum, er auðvelt að falla í gryfju sjálfsgagnrýni. Sjálfsgagnrýni er birtingamynd varnarkerfanna okkar. Þegar við ræktum vinsemd í eigin garð virkjum við jafnvægi, og við byggjum upp tón og seiglu í taugakerfinu.

Þær kröfur sem við gerum til okkar sjálfra eru oft á tíðum óraunhæfar og taka ekki tillit til þess að við erum mannleg, með eigin viðkvæmni og takmarkanir.

Hér kemur sjálfsvinsemd til sögunnar, sem mild áminning til að koma fram við okkur með sama vingjarnleika og skilningi og við  sýnum kærum vin eða okkar innra barni, sem stendur frammi fyrir krefjandi aðstæðum.


Eiginleikar sjálfsvinsemdar

En hvað er sjálfsvinsemd raunverulega? Út  frá fræðum Kristin Neff, brautryðjanda í rannsóknum á sjálfsvinsemd, horfum við á þrjá lykilþætti sjálfsvinsemdar:
VAKANDI VITUND
Fyrsti skrefurinn í að rækta sjálfsvinsemd er að verða meðvituð um eigin þjáningar. Fremur en að hunsa eða bæla niður erfiðleika, viðurkennum við þá, með meðvitund og forvitni. Þetta krefst þess að við stöldum við, öndum,  og stillum okkur inn á eigin reynslu, án dóms eða mótstöðu.

SAMMANNLEG UPPLIFUN
Mikilvægt er að viðurkenna að þjáning er almennt hluti af mannlegri reynslu. Við erum ekki ein í okkar erfiðleikum; hver og einn tekst á við áskoranir og þjáningu á einhverjum tímapunkti. Með því að viðurkenna sameiginlegan mannleika okkar, þróum við tengslar og samkennd við okkur sjálf og aðra.

SJÁLFSKÆRLEIKUR
Að lokum, bjóðum við okkur sjálfum kærleika og umhyggju á erfiðum stundum. Þetta þýðir að koma fram við okkur með sömu hlýju og skilningi og við myndum veita kærum vini. Við notum orð og gjörðir til að uppörva og styðja, fagna ófullkomleikanum okkar með kærleika og samþykki.

Á þessu ferðalagi í átt að sjálfinu er sérstaklega mikilvægt að samþykkja eigin mannlegheit og rækta vinsemd í eigin garð.

Með ósk um sjálfsvinsemd, tengingu og innri friði.

ALDA PÁLS

Comments are closed.